Ástralskt spítalaskip fundið

Centaur var sökkt í Seinni heimsstyrjölinni.
Centaur var sökkt í Seinni heimsstyrjölinni.

Náðst hafa neðansjávarmyndir af ástralska spítalaskipinu Centaur sem sökk í Seinni heimsstyrjöldinni. 268 manns létust þegar skipið sökk, 64 björguðust.

Skipið er á tveggja kílómetra dýpi, undan strönd Queensland í Ástralíu. Flakið var staðsett í síðasta mánuði og hefur nú verið myndað með fjarstýrðri neðansjávarmyndavél.

Ástralir halda því fram að Japanir hafi sökkt með tundurskeytaárás sem gerð hafi verið án viðvörunar en Japanir eru ekki jafn vissir um það.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert