Berlusconi kominn heim til Rómar

Silvio Berlusconi ræðir við fjölmiðla í morgun
Silvio Berlusconi ræðir við fjölmiðla í morgun Reuters

For­sæt­is­ráðherra Ítal­íu, Sil­vio Berlusconi, sneri aft­ur til Róm­ar í dag, fjór­um vik­um eft­ir að hafa orðið fyr­ir árás. Kona  kastaði styttu í for­sæt­is­rá­herr­ann og braut nef hans og tvær tenn­ur. Berlusconi ræddi við frétta­menn áður en hann fór inn í hús sitt í miðborg Róm­ar.

„Mér líður ágæt­lega," sagði Berlusconi við frétta­menn en hann var mikið farðaður svo minna bæri á meiðslum hans.

Aðdá­end­ur hans biðu fyr­ir utan hús hans með borða þar sem hann var boðinn vel­kom­inn heim.

Silvio Berlusconi boðinn velkominn heim af aðdáendum
Sil­vio Berlusconi boðinn vel­kom­inn heim af aðdá­end­um Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert