Forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, sneri aftur til Rómar í dag, fjórum vikum eftir að hafa orðið fyrir árás. Kona kastaði styttu í forsætisráherrann og braut nef hans og tvær tennur. Berlusconi ræddi við fréttamenn áður en hann fór inn í hús sitt í miðborg Rómar.
„Mér líður ágætlega," sagði Berlusconi við fréttamenn en hann var mikið farðaður svo minna bæri á meiðslum hans.
Aðdáendur hans biðu fyrir utan hús hans með borða þar sem hann var boðinn velkominn heim.