Snjór féll í Sevilla á Spáni í dag í fyrsta skipti í hálfa öld en þar er yfirleitt um 15 gráðu hiti í janúar. Aflýsa þurfti nærri þrjúhundruð flugferðum á Barajas flugvelli í Madrid vegna snjókomu og tugir vega lokuðust. Margir þurftu að sofa í bílum sínum í nótt.
Ekkert lát er á vetrarveðrinu í Evrópu og þorp í norðausturhluta Þýskalands eru enn mörg einangruð vegna ófærðar. Spáð var allt að 10 stiga frosti víða á svæðinu og hvassviðri við strönd Eystrasalts.