Kínversk yfirvöld hafa lokið opinberri rannsókna á njósnamáli sem tengist Rio Tinto, móðurfélags Alcan í Straumsvík. Yfirmaður Rio Tinto í Sjanghaí, Stern Hu, var handtekinn á síðasta ári grunaður um njósnir. Hann er ástralskur ríkisborgari. Ekki er vitað hvenær málið verður dómtekið, samkvæmt upplýsingum frá áströlskum yfirvöldum.
Stern Hu er sakaður um að stela iðnaðarupplýsingum í Kína og taka við mútum.