Segja frjálsa menn hafa reist píramídana

Verkamenn standa við hlið grafhýsins sem fannst við píramídana í …
Verkamenn standa við hlið grafhýsins sem fannst við píramídana í Egyptalandi. Reuters

Graf­hýsi, sem hafa fund­ist skammt frá píra­míd­un­um í Egyptalandi, þykja hafa styrkt stoðirn­ar und­ir þeirri kenn­ingu að frjáls­ir menn hafi reist þá, en ekki þræl­ar.

Þau eru sögð vera um 4.500 ára göm­ul. Ekki hafa fund­ist graf­hýsi sem þessi síðan 1990.

„Þessi graf­hýsi voru byggð sam­hliða píra­mída kon­ungs­ins, sem bend­ir til þess að þess­ir ein­stak­ling­ar hafi alls ekki verið þræl­ar,“ seg­ir Zahi Hawass, yf­ir­forn­leifa­fræðing­ur Egypta­lands.

„Hefðu þetta verið þræl­ar þá hefðu þeir ekki getað reist graf­hýsi sín við hliðina á kon­ung­in­um.“

Á vett­vangi hafa fund­ist forn­leif­ar sem benda til þess að verka­menn­irn­ir 10.000, sem reistu píra­míd­ana, hafi borðað 21 naut­grip og 23 kind­ur, sem bænd­ur hafi sent þeim dag­lega.

Hawass seg­ir að þetta bendi til þess að bænd­urn­ir hafi ekki greitt skatta til egypskra stjórn­valda, held­ur að þeir hafi tekið þátt í egypsku þjóðarátaki. Þetta kem­ur fram á frétta­vef breska rík­is­út­varps­ins.

Verka­menn­irn­ir unnu þrjá mánuði í einu. Graf­hýs­in, sem eru frá ár­un­um 2649-2374 fyr­ir krist, voru fyr­ir þá sem lét­ust á meðan fram­kvæmd­irn­ar stóðu yfir. 

Egypsk stjórn­völd hafa lengi reynt að út­rýma því sem þeir hafa kallað „goðsögn“ um þræl­ana sem byggðu píra­míd­ana. Þeir segja allt slíkt tal grafa und­an þeirri kunn­áttu, sem verka­menn­irn­ir þurftu að búa yfir við fram­kvæmd­irn­ar, og hinu þróaða sam­fé­lagi forn Egypta.

Zahi Hawass, yfirfornleifafræðingur Egyptalands.
Zahi Hawass, yf­ir­forn­leifa­fræðing­ur Egypta­lands. Reu­ters
Bein hafa fundist í grafhýsunum.
Bein hafa fund­ist í graf­hýs­un­um. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert