Heitasta nótt í 108 ár

00:00
00:00

Íbúar áströlsku borg­ar­inn­ar Mel­bour­ne áttu marg­ir hverj­ir erfitt með svefn und­an­gengna nótt en hiti mæld­ist hæst­ur 34 gráður. Til að bæta gráu ofan á svart voru þúsund­ir heim­ila án raf­magns þar sem tækja­búnaður raf­magns­fyr­ir­tækja bilaði í hit­an­um. Um var að ræða heit­ustu nótt frá ár­inu 1902.

Veður­fræðing­ar sögðu fyrr í þess­um mánuði að und­an­far­in ára­tug­ur hafi verið sá heit­asti í Ástr­al­íu frá upp­hafi mæl­inga. Og svo virðist sem hit­inn ætli að gera Áströlum áfram lífið leitt. Svo illa fór hit­inn í íbúa Mel­bour­ne að fjöldi þeirra fór í næt­ur­ferð á strönd­ina til að kæla sig niður.

„Þetta var lík­ast til óþægi­leg­asta nótt sem ég hef upp­lifað hér á landi,“ sagði Bret­inn Andrew Jef­fer­son í sam­tali við AFP frétta­stof­una. Jef­fer­son flutti til Mel­bour­ne frá Bretlandi fyr­ir níu árum.

Mik­il rösk­un varð á sam­göng­um í borg­inni í kjöl­far næt­ur­inn­ar heitu en hundruð lesta­ferðir voru felld­ar niður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert