Loka þurfti einhverjum flugvöllum og skólum í Bretlandi í dag þegar þar snjóaði enn á ný. Nemendur í rúmlega eitt þúsund skólum voru beðnir um að halda sig heima í dag og víða stöðvuðust lestarsamgöngur vegna sjókomunnar.
Gatwick flugvelli í Lundúnum og flugvöllunum í Birmingham, Cardiff og Southampton var lokað á meðan nánast öllu flugi á styttri flugleiðum var frestað um Heathrow flugvöll. Einhverjar tafir hafa orðið á flugi milli Íslands og Bretlands í dag. Vél sem átti að fljúga á Gatwick klukkan 7 í morgun fer væntanlega klukkan16:30. Vél sem átti að lenda klukkan 13:30 frá Gatwick er nú áætlað að lendi í Keflavík klukkan 23:30.