Gríðarlegt manntjón á Haítí

00:00
00:00

Ótt­ast er að gíf­ur­legt mann­tjón hafi orðið í hinum öfl­uga jarðskjálfta sem reið yfir Haítí í gær. Bygg­ing­ar hrundu og grófst fólk und­ir rúst­um þeirra. Fjöldi starfs­manna Sam­einuðu þjóðanna (SÞ) á eyj­unni er saknað en stöðvar SÞ hrundu að hluta.

Jarðskjálft­inn átti upp­tök skammt und­an landi í grennd við mjög þétt­býlt svæði og því áhrif hans meiri í byggð. Hann mæld­ist 7,0 stig á richterskv­arða. Höfuðborg­in Port-au-Prince varð mjög illa úti.

Sömu­leiðis hrundi sjúkra­hús í borg­inni. Skjálft­inn reið yfir klukk­an 16:53 að staðar­tíma, klukk­an 21:53 að ís­lensk­um tíma í gær­kvöldi.

Svo harður skjálfti hef­ur ekki riðið yfir landið í tvær ald­ir. Í kjöl­farið sigldu svo tveir mjög harðir eft­ir­skjálft­ar.

Sendi­herra Haítí í Banda­ríkj­un­um sagði að „gríðarleg­ar nátt­úru­ham­far­ir“ hefðu orðið í land­inu. Talið er að mörg hundruð manns í það minnsta hafi far­ist. Það eyk­ur á vand­ann, að fjar­skipta­sam­band við Haítí rofnaði fljót­lega eft­ir skjálft­ann.

Lýst var yfir hættu á flóðbylgju á Haítí, Kúbu og Bahama­eyj­un­um, en úr henni varð þó ekki.

Banda­ríkja­menn hétu í gær­kvöldi bæði aðstoð hers og borg­ara­legra hjálp­ar- og björg­un­ar­sveita og sagði Hillary Cl­int­on ut­an­rík­is­ráðherra að strax hefði verið haf­ist handa við að senda lið til lands­ins.


Eyðileggingin á Haítí er gríðarleg.
Eyðilegg­ing­in á Haítí er gríðarleg. reu­ters
Björgunar- og hjálparstarf fer fram við erfiðar aðstæður í Port-au-Prince.
Björg­un­ar- og hjálp­ar­starf fer fram við erfiðar aðstæður í Port-au-Prince. reu­ters
Auk manntjóns slösuðust margir í skjálftanum á Haítí.
Auk mann­tjóns slösuðust marg­ir í skjálft­an­um á Haítí. reu­ters
Slökkviliðskona í Los Angeles undirbýr björgunarleitarhund undir ferð til Haítí …
Slökkviliðskona í Los Ang­eles und­ir­býr björg­un­ar­leit­ar­hund und­ir ferð til Haítí í gær­kvöldi. reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert