Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) ætlar að senda mat til íbúa Haítí með tveimur flugvélum, en önnur þeirra mun fljúga frá El Salavador og hin frá Panama. Þetta segir talsmaður WFP í Suður-Ameríku, Alejandro Lopez-Chicheri.
Hann bendir á að það sé nauðsynlegt að koma matvælum á hamfarasvæði sem fyrst. Fyrstu tveir eða þrír dagarnir geti skipt sköpum. Þá sé einnig mikilvægt að koma lyfjum, vatni og björgunarsveitum á vettvang, en fjölmargir liggja fastir í húsarústum.
Lopez-Chicheri segir að WFP sé með um 200 starfsmenn á Haítí, sem vinni nú að því að skipuleggja matvælaflutninginn.
Mjög harður jarðskjálfti reið yfir Haítí í gær sem olli gríðarlegu
tjóni í landinu, sem er eitt það fátækasta í heimi. Skjálftinn mældist
vera um 7 á Richter. Óttast er að mörg hundruð hafi týnt lífinu.