Haíti-búar sömdu við djöfulinn"

Pat Robertson.
Pat Robertson.

Bandríski sjón­varps­pré­dik­ar­inn Pat Robert­son sagði í gær­kvöldi, að Haíti-búar hefðu gert samn­ing við djöf­ul­inn og ættu því sjálf­ir sök á jarðskjálft­an­um, sem lagði höfuðborg lands­ins í rúst á þriðju­dags­kvöld.  

„Eitt­hvað gerðist fyr­ir löngu á Haíti og fólk kann að vilja þegja um það," sagði Robert­son í sjón­varpsþætti sín­um 700 Club í gær­kvöldi. Að sögn sjón­varps­stöðvar­inn­ar CNN sagði Robert­son að Haíti-búar hefðu verið „und­ir hæl Frakka, þið vitið, Napó­leons III eða svo­leiðis. Og þeir komu sam­an og gerðu samn­ing við djöf­ul­inn. Þeir sögðu: Við mun­um þjóna þér ef þú frels­ar okk­ur frá Frökk­um.  Sönn saga. Og djöf­ull­inn sagði: OK, það er samþykkt." 

Haítí-búar sigruðu franska ný­lendu­herra árið 1804 og lýstu yfir sjálf­stæði.  

„Þið vitið að Haíti-búar gerðu upp­reisn og fengu frelsi. En alla tíð síðan hafa þeir þurft að þola bölv­un af ýmsu tagi," sagði Robert­son sem verður átt­ræður á þessu ári.

Hann hef­ur áður tengt  nátt­úru­ham­far­ir og hryðju­verka­árás­ir við fóst­ur­eyðing­ar í Banda­ríkj­un­um. Skömmu eft­ir að felli­byl­ur­inn Katrína fór yfir Mexí­kóflóa haustið 2005 með þeim af­leiðing­um að 1800 manns létu lífið í New Or­le­ans, sagði Robert­son í sjón­varpsþætti sín­um: 

„Við höf­um myrt yfir 40 millj­ón­ir ófæddra barna í Banda­ríkj­un­um... Ég las í gær mjög áhuga­verða bók um það sem Guð seg­ir í gamla testa­ment­inu um þá sem úthella sak­lausu blóði. Og (höf­und­ur­inn) sagði að landið muni æla þeim út sem það gera... Og við höf­um kom­ist að raun um að við get­um ekki varið okk­ur gegn árás­um, hvort held­ur er frá hryðju­verka­mönn­um eða nátt­úr­unni. Gæti verið sam­band þarna á milli?"

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert