Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur samþykkt að veita 100 milljónum dollara í neyðaraðstoð til Haiti. Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri sjóðsins, segir ljóst að þörf sé á enn meiri aðstoð.
Strauss-Khan kynnti þessa ákvörðun AGS í gær. Hann boðaði frekari aðstoð alþjóðasamfélagsins við Haiti, en sagði að sú aðstoð yrði að koma frá aðildarlöndum sjóðsins frekar en beint frá sjóðnum sjálfum.
Strauss-Khan sagði ótrúlegt að sjá alla eyðilegginguna sem jarðskjálftinn á Haiti hefði valdið. Ljóst væri að landið þyrfti á mikilli aðstoða að halda á næstunni.