Reiði og örvænting í senn

00:00
00:00

Íbúar Haíti voru í senn reiðir og ör­vænt­inga­full­ir þegar myrkrið tók völd þriðja kvöldið í röð frá því að stóri jarðskjálft­inn reið yfir. Í höfuðborg­inni er bar­ist um hvern mat­ar­bita og vatns­dropa á meðan lík á fyrstu stig­um rotn­un­ar hrann­ast upp á hverju götu­horni. Óvíst er hversu marg­ir þurftu að bíða björg­un­ar þriðju nótt­ina í röð, fast­ir í rúst­um húsa.

Banda­rískt flug­móðuskip er á leiðinni að strönd­um Haíti og með því nítj­án þyrl­ur. Þær verða notaðar til dreif­ing­ar neyðar­gagna til bág­staddra. Flug­vél­ar með björg­un­ar­sveit­ar­menn eru einnig tíðar á flug­vell­in­um í Port-au Prince. Íbúum þykir þó ekki nóg að gert.

Tala lát­inna er enn á reiki en talið er að yfir hundrað þúsund manns hafi týnt lífi. Björg­un­araðgerðir eru í gangi en björg­un­ar­sveit­ar­menn eiga erfitt um vik á næt­urn­ar í raf­magns­lausri borg­inni. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert