Meirihluti Þjóðverja telur að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sé máttlaus leiðtogi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem birt var í Þýskalndi í dag. Ríkisstjórn hennar hefur tekist á um skattalækkanir og fjárhagsstöðu ríkissjóðs.
52% aðspurðra sögu að Merkel gerði lítið til að styrka innra starf ríkisstjórnarinnar á meðan 37% voru sátt fyrir störf hennar sem kanslari.
Mikill meirihluti, eða 61%, sagði að ríkisstjórn Merkel hafi farið illa af stað en hún tók við í október í fyrra. 32% töldu að flokkur Merkel, Kristilegir demókratar, stæðu á bak við foringja sinn. Í október voru 49% aðspurðra á þeirri skoðun.