Fréttaskýring: Mikill og djúpstæður vandi í evrulandi

Átök í Grikklandi. Margir spá að pólitísk ólga muni magnast …
Átök í Grikklandi. Margir spá að pólitísk ólga muni magnast upp vegna fyrirsjáanlegs niðurskurðar í hagkerfum Evrópu. reuters

Mikill vandi steðjar að evrusvæðinu. Það verður ekki deilt um að tilvist evrunnar bjargaði mörgum ríkjum frá gjaldeyriskreppu þegar fjármálakerfi heimsins var við ystu nöf haustið 2008. En að sama skapi er evran nú þungur myllusteinn um háls mjög skuldsettra hagkerfa á evrusvæðinu og hún hefur grafið undan samkeppnishæfni þeirra og þar með möguleikunum til þess að vinna sig úr þeirri efnahagslægð sem er yfir meginlandinu.

Angela Merkel, Þýskalandskanslari, varð í vikunni fyrsti þungavigtarmaðurinn í evrópskum stjórnmálum til þess að tala tæpitungulaust um þennan vanda. Hún segir evrusvæðið standa frammi fyrir verulegum erfiðleikum og að þeir muni ekki hverfa á næstu árum. Kanslarinn benti á að Þjóðverjar hefðu sett sér lög sem kvæðu á um mikið aðhald í ríkisfjármálum en það hefðu flest ríki evrusvæðisins ekki gert. Þar eru grísk stjórnvöld fremst í flokki en hallarekstur ríkisins nam tæpum 13% landsframleiðslu í fyrra. Það er fjórum sinnum meiri halli en reglur Myntbandalagsins kveða á um og helmingi meiri en meðaltalið á evrusvæðinu í fyrra.

Ekki heiglum hent

Embættismenn ESB hafa útilokað slíka aðstoð enda er óljós lagaheimild fyrir henni. Grikkir þurfa því að öllu óbreyttu að bera myllusteininn einir. Merkel sagði í vikunni að ástandið setti mikinn þrýsting á evrusvæðið en það væri Grikkja að leysa úr sínum vandamálum. Þjóðverjar gætu ekki skipað þeim að samþykkja umbætur á kostnaðarsömu lífeyrissjóðskerfi.

Þetta afhjúpar hina pólitísku vídd málsins. Efnahagsvandi ríkja á borð við Grikkland, Portúgal, Ítalíu, Írland og Spán liggur fyrir en lausn hans er fyrst og fremst pólitísk. Gengisfelling er útilokuð og þess vegna þurfa hagkerfi þessara landa að aðlagast með því draga verulega úr hallarekstri hins opinbera og skuldsetningu ásamt því að leyfa nafnlaunum og nafnverði að lækka enn frekar. Ef þessi aðlögun fer ekki fram verða skuldirnar óbærilegar og samkeppnisstaða gagnvart öðrum evruríkjum, og þar með getan til þess að framleiða sig úr vandanum, nánast vonlaus. Til að bæta gráu ofan á svart er ekki einu sinni víst að þessi erfiða leið sé yfirhöfuð fær. Martin Wolf, einn af ritstjórum Financial Times, bendir á að þessari leið fylgir veruleg áhætta á alvarlegri verðhjöðnunarkreppu – það er að samhliða lækkun nafnverðs og nafnlauna aukist skuldabyrði einkageirans og hins opinbera í evrum talið og verður jafnvel svo mikil að hrina gjaldþrota ríður yfir.

Sameiginlegur vandi

En evrusvæðið samanstendur af fullvalda ríkjum og þar af leiðandi hafa stjórnmálamenn tilhneigingu til þess að hafa þjóðlega sýn á efnahagsvandann.

George Papaconstantinou fjármálaráðherra Grikklands bíður erfitt viðfangsefni.
George Papaconstantinou fjármálaráðherra Grikklands bíður erfitt viðfangsefni. reuters
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert