Fréttaskýring: Mikill og djúpstæður vandi í evrulandi

Átök í Grikklandi. Margir spá að pólitísk ólga muni magnast …
Átök í Grikklandi. Margir spá að pólitísk ólga muni magnast upp vegna fyrirsjáanlegs niðurskurðar í hagkerfum Evrópu. reuters

Mik­ill vandi steðjar að evru­svæðinu. Það verður ekki deilt um að til­vist evr­unn­ar bjargaði mörg­um ríkj­um frá gjald­eyri­skreppu þegar fjár­mála­kerfi heims­ins var við ystu nöf haustið 2008. En að sama skapi er evr­an nú þung­ur myllu­steinn um háls mjög skuld­settra hag­kerfa á evru­svæðinu og hún hef­ur grafið und­an sam­keppn­is­hæfni þeirra og þar með mögu­leik­un­um til þess að vinna sig úr þeirri efna­hags­lægð sem er yfir meg­in­land­inu.

Ang­ela Merkel, Þýska­landskansl­ari, varð í vik­unni fyrsti þunga­vigt­armaður­inn í evr­ópsk­um stjórn­mál­um til þess að tala tæpitungu­laust um þenn­an vanda. Hún seg­ir evru­svæðið standa frammi fyr­ir veru­leg­um erfiðleik­um og að þeir muni ekki hverfa á næstu árum. Kansl­ar­inn benti á að Þjóðverj­ar hefðu sett sér lög sem kvæðu á um mikið aðhald í rík­is­fjár­mál­um en það hefðu flest ríki evru­svæðis­ins ekki gert. Þar eru grísk stjórn­völd fremst í flokki en halla­rekst­ur rík­is­ins nam tæp­um 13% lands­fram­leiðslu í fyrra. Það er fjór­um sinn­um meiri halli en regl­ur Mynt­banda­lags­ins kveða á um og helm­ingi meiri en meðaltalið á evru­svæðinu í fyrra.

Ekki heigl­um hent

Emb­ætt­is­menn ESB hafa úti­lokað slíka aðstoð enda er óljós laga­heim­ild fyr­ir henni. Grikk­ir þurfa því að öllu óbreyttu að bera myllu­stein­inn ein­ir. Merkel sagði í vik­unni að ástandið setti mik­inn þrýst­ing á evru­svæðið en það væri Grikkja að leysa úr sín­um vanda­mál­um. Þjóðverj­ar gætu ekki skipað þeim að samþykkja um­bæt­ur á kostnaðar­sömu líf­eyr­is­sjóðskerfi.

Þetta af­hjúp­ar hina póli­tísku vídd máls­ins. Efna­hags­vandi ríkja á borð við Grikk­land, Portúgal, Ítal­íu, Írland og Spán ligg­ur fyr­ir en lausn hans er fyrst og fremst póli­tísk. Geng­is­fell­ing er úti­lokuð og þess vegna þurfa hag­kerfi þess­ara landa að aðlag­ast með því draga veru­lega úr halla­rekstri hins op­in­bera og skuld­setn­ingu ásamt því að leyfa nafn­laun­um og nafn­verði að lækka enn frek­ar. Ef þessi aðlög­un fer ekki fram verða skuld­irn­ar óbæri­leg­ar og sam­keppn­is­staða gagn­vart öðrum evru­ríkj­um, og þar með get­an til þess að fram­leiða sig úr vand­an­um, nán­ast von­laus. Til að bæta gráu ofan á svart er ekki einu sinni víst að þessi erfiða leið sé yf­ir­höfuð fær. Mart­in Wolf, einn af rit­stjór­um Fin­ancial Times, bend­ir á að þess­ari leið fylg­ir veru­leg áhætta á al­var­legri verðhjöðnun­ar­kreppu – það er að sam­hliða lækk­un nafn­verðs og nafn­launa auk­ist skulda­byrði einka­geir­ans og hins op­in­bera í evr­um talið og verður jafn­vel svo mik­il að hrina gjaldþrota ríður yfir.

Sam­eig­in­leg­ur vandi

En evru­svæðið sam­an­stend­ur af full­valda ríkj­um og þar af leiðandi hafa stjórn­mála­menn til­hneig­ingu til þess að hafa þjóðlega sýn á efna­hags­vand­ann.

George Papaconstantinou fjármálaráðherra Grikklands bíður erfitt viðfangsefni.
Geor­ge Papaconst­ant­in­ou fjár­málaráðherra Grikk­lands bíður erfitt viðfangs­efni. reu­ters
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert