Ali Hassan al-Majid, betur þekktur sem Efnavopna-Alí, hefur verið dæmdur til dauða, í fjórða sinn af dómstólum í Írak, en hann var einn af nánustu samstarfsmönnum Saddams Hussein.
Refsinguna að þessu sinni fær hann fyrir að hafa skipað efnavopnaárás á Kúrda árið 1988 í bænum Halabja, þegar um 5 þúsund manns létu lífið, aðallega konur og börn. Efnavopna-Alí, sem fékk viðurnefnið fyrir notkun sína á eiturgasi í hernaði, var handtekinn árið 2003, skömmu eftir að Bandaríkjamenn réðust inn í Írak.
Írösk stjórnvöld vonast til þess að Alí Hassan verði líflátinn hið fyrsta, en hann hefur engu að síður rétt á áfrýja úrskurðinum, líkt og hann hefur gert í fyrri dauðadómum með góðum árangri.