Fjórir sjálfsvígsárásarmenn úr hópi Talibana eru látnir í árás Talibana á opinberar bygginar og hótel í miðborg Kabúl, höfuðborgar Afganistan í morgun. Átök hafa staðið yfir í rúmar tvær klukkustundir milli stjórnarhermanna og Talibana en tuttugu sjálfsvígsárásarmenn hafa ráðist til atlögu við ýmsar stjórnarbyggingar í borginni.
Bandarísk stjórnvöld hafa þegar fordæmt árásina en ekki er vitað hvort einhverjir almennir borgarar hafa fallið.
Bardagar standa yfir við forsetahöllina, Serena hótelið, seðlabankann og dómsmálaráðuneytið, samkvæmt frétt BBC.