Tekist hefur að yfirbuga um tvo tugi talibana, sem réðust til atlögu í Kabúl, höfuðborg Afganistan, fyrr í morgun. AFP-fréttastofan hefur eftir heilbrigðisráðuneytinu þar í landi að fimm óbreyttir borgarar hafi látist og 38 slasast. Auk þess hafi 4 sjálfsvígsárásarmenn látist.
Bardagar stóðu yfir í rúmar þrjár klukkustundir, en talið er að með árásunum hafi talibanar viljað minna á að þrátt fyrir fjölda erlendra hermanna í landinu og væntanlega fjölgun bandarískra hermanna muni þeir ekkert gefa eftir.