Sautján prósent íbúa á Evrópska efnahagssvæðinu voru undir fátæktarmörkum árið 2008, samkvæmt tölum Evrópusambandsins sem AP-fréttastofan vitnar til. Flestir lifa undir fátæktarmörgum í Lettlandi og Rúmeníu, en þessi lönd hafa farið illa út úr efnahagskreppu undanfarinna missera.
Undir fátæktarmörkum eru samkvæmt staðli ESB þeir sem þéna innan við 60% af meðaltekjum þess lands sem þeir búa í, og vísa tölurnar því í raun til hlutfallslegrar fátæktar (e. relative deprivation).
Í Lettlandi voru samkvæmt tölum ESB 26% íbúanna undir fátæktarmörkum, 23% íbúa Rúmeníu og um 20% íbúa Grikklands, Spánar og Litháens.