Telur fjölkvæni geta stuðlað að fjölgun barna í Rússlandi

Reuters

Öfga þjóðernissinninn Vladimir Zhirinovsky telur að ein árangursríkasta leiðin til þess að fjölga landsmönnum sé að leyfa fjölkvæni. Rússum hefur fækkað á sl. fimmtán árum.

Raunar fjölgaði landsmönnum á árinu 2009 um 15-25 þúsund manns og því búa alls tæplega 142 milljónir manna í Rússlandi. Að stærstum hluta má þakka fólksfjölguninni þá staðreynd að dánartíðni landsmanna hefur lækkað og innflytjendum hefur fjölgað. Á milli áranna 2008 og 2009 fjölgaði barnsfæðingum um 2,8%.

Zhirinovsky, sem er Frjálslynda lýðræðisflokksins í Rússlandi, lagði í umræðum á þinginu í til að pör fengu greiddar 100 þúsund rúblur eða sem samsvarar um 423.000 íslenskum krónum fyrir frumburð sinn.

Með slíkri greiðslu „get ég staðhæft að helmingur þeirra kvenna sem hyggjast fara í fóstureyðingu myndu skipa um skoðun,“ sagði hann.

Í dag greiða rússnesk stjórnvöld konum 1.260.000 íslenskar krónur fyrir barn númer tvö sem þær eignast.

Zhirinovsky sagðist einnig þeirrar skoðunar að leyfa ætti rússneskum körlum að kvænast tveimur konum og að ríkið ætti að ríkið ætti að bjóða þeim sex milljónum barnlausra para sem í landinu búa sérstaka aðstoð.

„Ef við hjálpuðum ekki nema 5% þessa hóps þá myndum við fá um 200 þúsund fleiri börn á ári,“ sagði hann.

Dmitry Medvedev Rússlandsforseti á að hafa að sér þætti tillaga Zhirinovskys „afar áhugaverð“ og skipaði ráðherrum sínum að skoða málið betur.

Fólksfjöldinn í Rússlandi féll hratt eftir 1991 þegar Sovétríkin gömlu liðu undir lok. Þá fækkaði landsmönnum úr 148 milljónum í 142 milljónir. Það var margt sem spilaði inn í s.s. erfiðar fjárhagslegar aðstæður og mikill alkóhólismi meðal landsmanna.

Stjórnvöld hafa reynt að berjast fyrir því að landsmönnum fjölgi á ný með því t.d. að veita foreldrum sem eignast mörg börn sérstaka heiðursorðu sem nefnist „foreldradýrð.“



 

Vladimir Zhirinovsky
Vladimir Zhirinovsky SERGEI KARPUKHIN
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert