Verður tekinn af lífi

Shoko Asahara skömmu eftir handtöku hans árið 1995.
Shoko Asahara skömmu eftir handtöku hans árið 1995. AP

Hæstiréttur Japans staðfesti í dag dauðadóm yfir einum liðsmanna dómsdagshreyfingarinnar  Aum, er bar ábyrgð á sarin-taugagastilræðinu sem varð 12 manns að bana í jarðlestakerfi Tókýó 1995, og fleiri glæpum, verði a.

Það þýðir að Tomomitsu Niimi, 45 ára, verður tíundi liðsmaður Aum sem verður tekinn af lífi vegna árásanna. Þrír bíða úrskurðar hæstaréttar en þeir hafa áfrýjað dómadómum.

Staðfesti hæstiréttur þar niðurstöðu tveggja dómstóla á lægri stigum um að Niimi verði tekinn af lífi en hann var dæmdur sekur um 11 ákæruliði, þar á meðal árásina í jarðlestunum, morð á lögmanni, eiginkonu hans og barni þeirra.

Niimi, sem átti þátt í morðum á 26 manneskjum, hefur haldið því fram ásamt lögmanni sínum að hann hafi einungis fylgt skipunum leiðtoga Aum,  Shoko Asahara.

Samkvæmt frétt Jiji fréttastofunnar þá fylgir Niimi enn leiðtoga Aum, Asahara, sem er 54 ára, og ákallar hann í bænum sínum í fangaklefanum, fimmtán árum eftir árásina.

Asahara er á dauðadeild og bíður þess að vera tekin af lífi en hann var álitin Guð í augum fylgismanna hreyfingarinnar. Félagar í söfnuðinum trúðu því að ef þeir létu af hendi allar eigur sínar myndu þeir lifa af heimsendi sem yrði árið 1997. Í söfnuðinum voru m.a. vísindamenn sem framleiddu efna- og sýklavopn og reyndu að framleiða kjarnorkuvopn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert