Áhyggjur af heilbrigðismálum á Gaza

AP

Sam­einuðu þjóðirn­ar hafa mikl­ar áhyggj­ur af hnign­un heil­brigðisþjón­ust­unn­ar á Gaza í kjöl­far þess að Ísra­els­menn hafa lokað fyr­ir öll sam­skipti við landsvæðið sem stjórnað er af Ham­as-liðum.

Ísra­el­ar hafa ein­angrað svæðið og meina þar með hundruðum sjúk­linga í mánuði hverj­um að yf­ir­gefa svæðið tíma­bundið til þess að sækja sér lækn­isþjón­ustu út fyr­ir svæðið.

„Við höf­um þung­ar áhyggj­ur af heil­brigðis­kerf­inu á Gaza, sér­stak­lega getu þess til þess að sinna sjúk­ling­um með nauðsyn­leg­um hætti,“ seg­ir Max Gayl­ard, sam­hæf­ing­ar­stjóri mannúðar­mála hjá SÞ.

„Þessi vonda staða er ekki eins og Haítí. Þar glím­ir landið við hörmu­leg­ar af­leiðing­ar jarðskjálfta,“ lét hann hafa eft­ir sér á stærsta spít­al­an­um á Gaza, Al-Shifa spít­al­an­um. „Kring­um­stæður hér eru mann­anna verk og því væri hægt að kippa mál­um í liðinn væri vilji fyr­ir hendi.“

Ísra­el herti á viðskiptaþving­un­um gagn­vart Gaza í fram­haldi af því að Ham­as komst til valda á svæðinu um mitt ár 2007. Alls eru um 1,5 millj­ón manna lokaðir inni á Gaza og þangað er bannað að flytja nema allra nauðsyn­leg­ustu hjálp­ar­gögn, auk þess sem ferðaf­relsi á svæðinu er mjög svo tak­markað.

Full­trú­ar Ísra­els­hers hafa ekki viljað svara ásök­un­um SÞ, en benda á að her­inn hafi ávallt leyft flutn­ing hjálp­ar­gagna inn á svæðið.

Að mati Alþjóða heil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar  (WHO) hafa viðskiptaþving­an­ir Ísra­els­manna leitt til vönt­un­ar á ákveðnum lyfj­um, af­hend­ingu lífs­nauðsyn­legs búnaðar og auka­hluta hef­ur seinkað eða al­farið verið komið í veg fyr­ir af­hend­ingu auk þess sem lækn­um og öðrum heil­brigðis­starfs­fólki hef­ur verið gert lífs­ins ómögu­legt að sækja sér viðbót­arþjálf­un­ar.

„Heil­brigðis­kerfið á Gaza er þokka­legt, en um er að ræða til­tölu­lega þróað kerfi. Það lík­ist ekki aðbúnaðinum sem við sjá­um í þriðja heim­in­um,“ seg­ir Tony Laurance, sendier­ind­reki WHO á landsvæðum Palestínu­manna.

„En það er ekki hægt að reka nú­tíma­heil­brigðis­kerfi í ein­angr­un frá alþjóðasam­fé­lag­inu.“

Skort­ur á sér­hæfðum meðferðum ger­ir það að verk­um að hundruðir Palestínu­manna leit­ast við að reyna að kom­ast til Ísra­els í hverj­um mánuði til þess að sækja sér lækn­isaðstoðar. Mörg­um er hins veg­ar neitað um ferðal­eyfi eða fá aldrei svar við beiðnum sín­um.
 
Í des­em­ber sl. bár­ust 1.103 um­sókn­ir um leyfi til að sækja sér lækn­is­meðferðar utan Gaza og var 21% þeirra hafnað um ferðal­eyfi. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um WHO létu alls 27 sjúk­ling­ar lífið meðan þeir biðu eft­ir leyfi frá ísra­elsk­um stjórn­völd­um á ár­inu 2009.
 
„Ef þetta ætti sér stað í öðrum Evr­ópu­lönd­um eða Ísra­el, ef ein­stak­ling­ur sem þyrftu bráðnauðsyn­lega á lækn­is­meðferð að halda væri gert ókleift að fá slíka meðferð og hindr­un­in fæl­ist í skriffinnsku þá þætti það hneyksli,“ seg­ir Laurance og bæt­ir við: „Hér lenda  300-400 manns í þess­um í hverj­um ein­asta mánuði.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert