Haítí þyrfti Marshall aðstoð

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Reuters

Dominique Strauss-Kahn, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), segir ljóst að aðstoðin sem veita ber Haítí þarf að vera marghliða og næstum sambærileg við Marshall aðstoðina sem notuð var til þess að endurreisa Evrópu eftir seinni heimstyrjöld.

„Ég trúi því að Haítí - sem hefur þurft að þola ótrúlega hluti á borð við uppsprengt matvæla- og eldsneytisverð, fellibyli og nú síðasta jarðskjálfta - þarf á einhverju stóru úrræði að halda,“ segir Dominique Strauss-Kahn.

„Það er ekki hægt að skoða einstaka þætti án samhengis, það þarf stóra heildstæða áætlun sem miðar að því að endurbyggja landið. Við þurfum að koma á nokkurs konar Marshall áætlun á Haítí,“ segir hann í yfirlýsingu.

Ummæli Strauss-Kahn féllu í viðtali CNN við hann þar sem hann er staddur í Hong Kong til að funda með embættismönnum og flytja ræða á viðskiptaráðstefnunni Asia Financial Forum.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert