Útlit fyrir bjórskort í Belgíu

00:00
00:00

Stærsta brugg­húsi heims, An­heuser-Busch In­Bev, hef­ur ekki tek­ist að semja við starfs­menn sína í Belg­íu sem hafa lokað inn­gangi tveggja verk­smiðja fyr­ir­tæk­is­ins í þrett­án daga og þeirr­ar þriðju í viku. Með þessu vilja starfs­menn­irn­ir mót­mæla því að fyr­ir­tækið ætl­ar að segja upp 263 starfs­mönn­um af 2.700 í Belg­íu.

Fyr­ir­tækið hef­ur fengið dóms­úrsk­urð um að mót­mæli við verk­smiðjuna í Leu­ven verði brot­in á bak aft­ur en hingað til hef­ur fyr­ir­tækið ekki nýtt sér það.

In­Bev er með 57% markaðshlut­deild á belg­ísk­um bjór­markaði en nú er svo komið að vegna hrávöru­skorts verður ekki hægt að fram­leiða bjór mikið leng­ur í verk­smiðjun­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

  • Engin mynd til af bloggara Sig­ur­björg Sig­urðardótt­ir: Bjór
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert