Hagkerfi Kína bólgnar út

Fjármálahverfi Shanghai í Kína er glæsilegt á að líta.
Fjármálahverfi Shanghai í Kína er glæsilegt á að líta. REUTERS

Hag­vöxt­ur í Kína var 8,7% árið 2009 og verðbólga fór á flug und­ir lok árs­ins, sam­kvæmt töl­um sem kín­versk stjórn­völd gáfu út í morg­un. Sér­fræðing­ar segja að nú séu merki um ofþenslu í Kín­verska hag­kerf­inu, eft­ir sam­drátt allt árið 2008 og í byrj­un árs 2009.

Á síðasta ár­fjórðungi árs­ins 2009 var hag­vöxt­ur þessu þriðja stærsta hag­kerfi heims 10,7%, og er nú talið lík­legt að kín­verska hag­kerfið verði inn­an skamms orðið stærra en hið jap­anska.

Stjórn­völd í Kína hafa sett sér mark­mið um 8% hag­vöxt á ári, sem er tal­inn nauðsyn­leg­ur til að fjölga störf­um og koma í veg fyr­ir óróa í hinum sí­fellt stækk­andi borg­um alþýðulýðveld­is­ins.

Viðsnún­ing­ur í hag­kerf­inu

Eins og víðar um heim var ástandið í Kín­verska hag­kerf­inu ekki gott á ár­inu 2008, og voru til að mynda gríðarleg­ar upp­sagn­ir í verk­smiðjum um landið allt. Stjórn­völd brugðust við með mikl­um fjár­út­lát­um til að reyna að hressa hag­kerfið við, sem hef­ur nú að vissu leyti skilað ár­angri.

Alþjóðabank­inn og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn vara þó við því að hætta sé á ofþenslu í hag­kerf­inu, en verðbólg­an í des­em­ber var sú mesta í 13 mánuði og nam 1,9%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

  • Engin mynd til af bloggara Jakob Falur Krist­ins­son: Kína
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert