Hálf milljón hefst við utandyra

Haítíbúar safnast saman þar sem hjálpargögnum var varpað úr þyrlu.
Haítíbúar safnast saman þar sem hjálpargögnum var varpað úr þyrlu. Reuters

Að minnsta kosti hálf milljón manna hefst nú við utandyra í bráðabirgðabúðum í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, að sögn talsmanns alþjóðlegu stofnunarinnar IOM.

Alls eru um 447 slíkar búðir í borginni þar sem fólk hefur reist skýli úr ábreiðum, pappakössum og braki úr húsum. Nokkrir hafa fengið tjöld frá stjórnvöldum á Haítí eða bandaríska hernum. 

IOM, sem hefur umsjón með dreifingu hjálpargagna á vegum Sameinuðu þjóðanna, segir að sú dreifing gangi enn hægt þar sem skortur sé á eldsneyti og flutningabílum.   

Mikill fjöldi manna hefur safnast saman við höfnina í Port-au-Prince í von um að komast um borð í ferjur, sem flytja nú fólk frá borginni til annarra landshluta þar sem jarðskjálftinn olli ekki tjóni.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert