Obama sækir að bönkunum

00:00
00:00

Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, hyggst tak­marka mjög áhættu­sækni fyr­ir­tækja í fjár­mála­starf­semi. Aðgerðir for­set­ans eru sagðar bein­ast gegn stærstu bönk­um og fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tækj­um Banda­ríkj­anna.

Obama, sem er enn í sár­um eft­ir tap demó­krata í öld­ungaráði Banda­ríkj­anna, til­kynnti um ákvörðun sína með Joe Biden, vara­for­seta Banda­ríkj­anna, og Paul Volker, fyrr­um seðlabanka­stjóra Banda­ríkj­anna, sér við hlið. 

„Þrátt fyr­ir að fjár­mála­kerfið sé öfl­ugra í dag en það var fyr­ir einu ári, þá starfar það enn sam­kvæmt sömu regl­um sem leiddu til þess að það hrundi nær al­gjör­lega,“ sagði Obama.

Hann legg­ur til að stærð banka verði tak­mörkuð. Þá legg­ur hann til að bönk­um verði meinað að stunda viðskipti með eigið fé á fjár­mála­mörkuðum sér til hags­bóta.

„Bank­ar munu ekki leng­ur fá að eiga, fjár­festa eða styrkja vog­un­ar­sjóði, fjár­fest­ing­ar­sjóði, eða stunda eig­in viðskipti til að hagn­ast, þ.e. sem teng­ist ekki hags­mun­um viðskipta­vina sinna,“ sagði Obama.

For­set­inn hef­ur þegar kynnt áætl­un sem miðar að því að skatt­leggja 50 stærstu banka Banda­ríkj­anna sem nem­ur 117 millj­örðum dala næstu 10 árin. Til­gang­ur­inn er að end­ur­greiða skatt­borg­ur­um það fé sem fór í björg­un­araðgerðirn­ar árið 2008. 

Þessi til­laga, sem og aðrar, þurfa samþykki þings­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert