Actavis gefur til Haítí

Actavis styður hjálparstarf á Haítí.
Actavis styður hjálparstarf á Haítí. REUTERS

Actavis í Bandaríkjunum mun gefa 10.000 dollara, andvirði 1.270.000 króna, til bandaríska Rauða Krossins til að aðstoða fórnarlömb jarðskjálftans á Haítí.

Á vefsíðunni njtoday.net er haft er eftir Doug Boothe hjá Actavis að um ólýsanlegan harmleik sé að ræða sem hafi haft áhrif á alla starfsmenn Actavis. Bandaríski Rauði krossinn hafi líkt og áður staðið sig vel í björgunaraðgerðum og því séu þau hjá Actavis sannfærð um að peningurinn komi að góðum notum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert