Brown fyrir rannsóknarnefnd

Gordon Brown verður yfirheyrður í febrúar eða mars.
Gordon Brown verður yfirheyrður í febrúar eða mars. REUTERS

Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá því að forsætisráðherrann Gordon Brown muni í febrúar eða mars verða yfirheyrður af Chilcot-nefndinni sem rannsakar aðdraganda Íraksstríðsins og þeirrar ákvörðunar Breta að taka þátt í þvi.

Búist var við því að Brown myndi ekki koma fyrir nefndina fyrr en eftir kosningar. Eftir þrýsting frá stjórnarandstöðunni, sem hefur sagt að ekki sé hægt að ætlast til þess að Bretar geri upp hug sinn í þingkosningum fyrr en fyrir liggur hvert hlutverk Browns var í þessari umdeildu ákvörðun, sendi hann John Chilcot, formanni rannsóknarnefndarinnar, bréf þar sem hann lýsti því yfir að hann væri reiðubúinn að koma fyrir nefndina hvenær sem þessi gerðist þörf.

Að sögn James Landale, stjórnmálaskýranda hjá BBC, liggur þó ekki fyrir hvort Brown eða Chilcot hafi ákveðið að yfirheyrslan fari fram fyrir kosningar.

„Lykilmaður í innrásinni“

Brown var fjármálaráðherra þegar ráðist var inn í Írak.  BBC hefur eftir Nick Clegg, leiðtoga Frjálslyndra demókrata, að vel sé vitað að Brown var lykilmaður í ákvörðuninni um að Bretar tækju þátt í innrásinni.

Tony Blair, sem var forsætisráðherra þegar innrásin var gerð, mun koma fyrir rannsóknarnefndina eftir viku, en Blair sagði af sér árið 2007 m.a. sökum óánægju almennings í Bretlandi með Íraksstríðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert