Mikill viðbúnaður á Indlandi

Innanríkisráðuneyti Indlands leggur til að öryggi um borð í flugvélum stærstu flugfélaga landsins verði aukið. Indversk stjórnvöld hyggjast grípa til þessara aðgerða í kjölfar hótunar hryðjuverkamanna að ræna vél Air India.

Embættismenn á Indlandi leggja ekki til hætt verði við flugferðir, en þeir segja hins vegar að það sé nauðsynlegt að leita betur á farþegum og hafa fleiri lögreglumenn um borð í flugvélum.

U. K. Bansal, innanríkisráðherra Indlands, segir að leyniþjónustan  hafi fengið upplýsingar um að reynt verði að ráðast á eitt af flugfélögum landsins. Sérstaklega eigi þetta við flugfélag sem fljúgi til erlendra ríkja. Yfirvöld hafi aukið viðbúnað vegna þessa.

Upplýsingar leyniþjónustunnar sýna fram á að fjölmörg hryðjuverkasamtök, m.a. LET samtökin í Pakistan, séu mögulega að undirbúa flugrán.

Indversk yfirvöld gera sér fulla grein fyrir þeirri ógn sem stafar af hryðjuverkahópum í kjölfar árásanna í Mumbai árið 2008, þegar 166 féllu í árásum vopnaðar manna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert