Fannst lifandi í rústum á Haítí

Franskir björgunarmenn fundu 23 ára gamlan karlmann á lífi í húsarústum á Haítí í kvöld, 11 sólarhringum eftir að mikill jarðskjálfti reið þar yfir. Vinna björgunarmennirnir nú við að grafa manninn upp úr rústunum.

Að sögn franskra embættismanna fannst maðurinn í rústum grænmetisverslunar í Port-au-Prince. Hann er sagður við góða heilsu. Maðurinn er enn fastur í rústunum en björgunarmenn hafa komið til hans vatni.    

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert