Bin Laden hótar fleiri árásum

Arabíska sjónvarpsstöðin birti í morgun ávarp, sem sagt var vera frá Osama bin Laden, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda. Þar segir bil Laden m.a. að árásum á Bandaríkin verði haldið áfram á meðan Bandaríkjamenn styðja Ísrael. 

Þá sagðist hann bera ábyrgð á tilraun ungs Nígeríumanns til að sprengja upp bandaríska farþegaflugvél yfir Detroit á jóladag og hrósar árásarmanninum, Umar Farouk Abdulmutallab, fyrir hugrekki.

Í ávarpinu, sem er á hljóðsnældu, segir bin Laden að Bandaríkamenn geti ekki látið sig dreyma um öryggi fyrr en Palestínumenn hafi öðlast öryggi og frið. „Ameríka getur ekki látið sig dreyma um að lifa í friði ef við getum ekki lifað í friði í Palestínu. Það er óréttlátt, að þið lifið öruggu lífi en bræður okkar á Gasa þjást," segir bin Laden.  

Osama bin Laden.
Osama bin Laden. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert