Neituðu að sjónvarpa ræðu forsetans

Hugo Chavez forseti Venezuela.
Hugo Chavez forseti Venezuela. JORGE SILVA

Stjórnvöld í Venezuela hafa lokað fyrir útsendingar sex sjónvarpsstöðvar vegna þess að þær neituðu að útvarpa ávarpi Hugo Chavez forseta landsins. Stjórnvöld segja að útvarpsstöðvarnar hafi brotið lög um að þær eigi að miðla upplýsingum frá stjórnvöldum.

Stöðvun útsendinganna er sögð tímabundin. Fréttamaður BBC segir ljóst að í þeirri baráttu sem nú standi milli stjórnvalda og sjónvarpsstöðvanna verði bara einn sigurvegari. Afar ólíklegt að stjórnvöld opni fyrir útsendingar að nýju fyrr en sjónvarpsstöðvarnar hafa gefið eftir í þessari deilu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert