Að minnsta kosti 14 heimilislausir Þjóðverjar hafa dáið vegna kulda það sem af er vetri. Þetta er hæsta dánartíðnin þar í landi í 13 ár.
Kuldinn fór niður í -15°c í nótt í norðausturhluta landsins og segja mannúðarsamtök að ástandið hafi ekki verið svo slæmt síðan veturinn 1996-97 þegar 25 heimilislausir dóu.
Afleiðingar þessa mikla vetrarveðurs má sjá viða í landinu, t.a.m. hefur yfir 200 flugferðum verið aflýst frá flugvellinum í Frankfurt, þriðja fjölfarnasta flugvelli Evrópu.
Þá hefur ísing valdið því að allar skipaferðir á ánni Elbu, sem rennur milli Hamborgar og bæjarins Geestacht, liggja niðri síðan í gær.