Enn finnst maður á lífi

00:00
00:00

Karl­manni var í dag bjargað lif­andi úr hús­a­rúst­um í Port-au-Prince á Haítí en ekki er enn ljóst hvort hann hef­ur verið þar síðan í jarðskjálft­an­um mikla fyr­ir tveim vik­um. Er hugs­an­legt að maður­inn hafi fest sig í hruni í eft­ir­skjálft­um löngu síðar, að sögn BBC.  Banda­rísk­ir her­menn björguðu mann­in­um og var farið með hann á spít­ala til aðhlynn­ing­ar.

Stjórn­völd á Haítí skýrðu frá því á laug­ar­dag að hætt væri að leita skipu­lega að fólki í rúst­un­um enda var talið nær úti­lokað að nokk­ur væri þar enn á lífi. 

Rico Dibrivell, sem er 35 ára gamall, fær aðhlynningu hjá …
Rico Di­bri­vell, sem er 35 ára gam­all, fær aðhlynn­ingu hjá banda­rísku björg­un­ar­mönn­un­um í mi­borg Port-au-Prince dag. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert