Innrásin í Írak ólögleg

Tony Blair og George Bush tóku höndum saman um innrás …
Tony Blair og George Bush tóku höndum saman um innrás í Írak 2003, en aðdragandi þeirrar ákvörðunar er nú til rannsóknar í Bretlandi. JIM YOUNG

Innrásin í Írak árið 2003 var ólögleg, að sögn fyrrverandi aðalráðgjafa breska utanríkisráðuneytisins, Michael Woods, þegar hann var kallaður fyrir rannsóknarnefnd um þátt Breta í stríðinu.
„Ég leit svo á að beiting afls gegn Írak í mars 2003 hefði verið andstæð alþjóðalögum," sagði Wood fyrir Chilcot-nefndinni svonefndu í London.

„Að mínu mati var innrásin ekki verið heimiluð af Öryggisráðinu og átti sér engan lagalegan grunn í alþjóðalögum."

Síðar í dag mun Elizabeth Wilmshurst, staðgengill Woods, sem sagði af sér í kjölfar mótmæla vegna stríðsins, gefa sinn vitnisburð og á morgun mætir aðalráðgjafi þáverandi ríkisstjórnar, Peter Goldsmith, fyrir nefndina.

Talið er líklegt að Goldsmith verði látinn svara fyrir það hvort hann hafi tekið u-beygju í afstöðu sinni til lögmætis stríðsins. Aðeins tveimur vikum fyrir innrásina sagði hann að ákjósanlegast væri að fá stuðning Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Sá stuðningur kom hinsvegar ekki og 10 dögum síðar sagði Goldsmith að innrásin væri lögleg.

Tony Blair fyrrverandi forsætisráðherra mun ræða við nefndina eftir þrjá daga og þá hafa jafnframt verið boðuð mótmæli meðal andstæðinga stríðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka