Jóhannes Páll II sagður hafa húðstrýkt sig

Jóhannes Páll páfi II.
Jóhannes Páll páfi II. AP

Jóhannes Páll II páfi húðstrýkti sjálfan sig og notaði til þess belti, að því er fram kemur í væntanlegri bók um páfann á Ítalíu.. Leit hann á þetta sem siðbót, segir Slawomir Oder í bókinni.

Segir Oder, sem skrifaði bókina með blaðamanninum Saverio Gaeta að páfinn hafi geymt beltið í skáp sínum og notað það sem svipu. Skrifar Oder í bókinni að þegar páfinn, sem lést í aprílbyrjun árið 2005, hafi verið kvalinn, til að mynda eftir uppskurð, þá hafi hann sagt: „Ég verð að gera siðbót. Hversu mikið hlýtur Jesús drottinn minn að hafa kvalist."

Jóhannes Páll II, sem hét réttu nafni Karol Wojtyla, fæddist í Póllandi árið 1920. Hann var mikill skíðamaður og í mjög góðu líkamlegu ástandi þegar hann var valinn páfi árið 1978. Jóhannes Páll II náði sér hins vegar aldrei alveg af meiðslum sem hann hlaut er tyrkneskur maður reyndi að ráða hann af dögum árið 1981.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka