Lögbrot að frysta eignir meintra hryðjuverkamanna

Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands.
Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands. Reuters

Hæstiréttur Bretlands hefur úrskurðað að ákvörðun breska fjármálaráðuneytisins um að fyrsta eignir meintra hryðjuverkamanna sé ólögleg. Bresk stjórnvöld beittu hryðjuverkalögum gegn Landsbankanum og Íslandi í kjölfar hruns Landsbankans í október 2008. Með þeim voru eignir Landsbankans á Bretlandseyjum frystar vegna greiðsluþrots netbankans Icesave.

Í frétt BBC um úrskurð hæstaréttar kemur fram að dómarar við Hæstarétt Bretlands telji að með frystingu eigna manna sem grunaðir um hryðjuverk hafi ríkisstjórnin farið út fyrir heimildir sínar. Jafnframt aflétti Hæstiréttur banni við nafngreiningu mannanna fimm sem úrskurður dómsins laut að.

Segir í úrskurðinum að ríkisstjórnin hafi átt að fá samþykki breska þingsins fyrir frystingu eigna í stað þess að frysta þær sjálfkrafa.

Mennirnir fimm hafa einungis fengið tíu pund, rúmar tvö þúsund krónur, til framfærslu á viku og hafa þurft að sækja sérstaklega um auknar heimildir fyrir frekari eyðslu.

Fjármálaráðuneytinu er veittur frestur í mánuð til þess að taka á einhverjum þeirra mála sem um ræðir og lægri dómsstig önnur. Segir í frétt BBC að þetta þýði að ríkisstjórnin muni leggja fram frumvarp til laga um breytingar á kerfinu áður en úrskurður hæstaréttar tekur gildi.

Hér er hægt að lesa frétt BBC í heild um mál fimmmenninganna


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert