Stúlka fannst á lífi

Fimmtán ára stúlku var í kvöld bjargað úr rústum hús í Port-au-Prince höfuðborg Haiti 15 dögum eftir að jarðskjálfti lagði borgina nánast í rúst.

BBC hefur eftir björgunarmönnum að stúlkan sé glöð. Hún sé með meiðsl á fæti og þjáist af alvarlegri ofþornun. Einn björgunarmanna sagði að björgun stúlkunnar væri kraftaverk. Stúlkan fannst í rústum skóla, en einn ættingja stúlkunnar sagði að hún hefði nýlega byrja að sækja skóla.

Í gær tókst að bjarga manni úr rústum húss á Haiti, en þar hafði hann legið í 12 daga. Hann hafði fests í rústum húss þegar eftirskjálfti reið yfir.

Stúlkan er búin að liggja í 15 daga undir rústum …
Stúlkan er búin að liggja í 15 daga undir rústum skóla í Port-au-Prince. EDUARDO MUNOZ
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert