Olía lækkar í verði

Olía lækkaði í verði í dag.
Olía lækkaði í verði í dag. Reuters

Olíuverð lækkaði lítillega í dag. Ástæðan er talin vera uggur um efnahagsþróunina í kjölfar þess hvernig markaðurinn hefur tekið aðgerðum Obama Bandaríkjaforseta til að fjölga störfum og ná tökum á skuldaaukningu.

Verð á hráolíu í framvirkum samningum, til afhendingar í mars, lækkaði um þrjú cent í New York og var 73,64 dollarar hver tunna.

Verð á Norðursjávarolíu sem afhent verður í mars lækkaði um 11 cent i 72,13 dollara á tunnu. Sumir markaðssérfræðingar sögðu að verðið væri að ná jafnvægi eftir samtals um tíu dollara lækkun á tunnu undanfarnar tvær  vikur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert