Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að leiðin til friðar í Afghanistan kunni að fela í sér viðræður við Talíbana og aðrar uppreisnarhreyfingar.
„Ég held að upphafsforsendan sé sú að þú þarft ekki að semja frið við vini þína. Þú þarft að vilja að eiga samskipti við óvin þína ef þú telur að þú getir skapað kringumstæður sem binda endi á uppreisn eða einangrar þá uppreisnarmenn sem eftir standa svo að þeir verði ekki ógn við frið og öryggi fólksins,“ sagði Clinton.
Hún kynnti þessi sjónarmið á blaðamannafundi sem haldinn var í framhaldi af fundi í London um framtíð Afghanistans. Hamid Karzai forseti Afghanistans sagði á ráðstefnunni að hann vildi leita til Saudi-Arabíu um að hafa milligöngu um samskipti við leiðtoga Talíbana í viðleitni til að koma á friði.
„Það er ljóst í okkar huga hvers við væntum af þessu ferli. Við væntum þess að margir stríðsmenn á vígvellinum muni yfirgefa Talíbana vegna þess að margir þeirra hafa viljað fara, margir þeirra eru bardagamóðir. Við trúum því að straumurinn sé að byrja að snúast gegn þeim og við þurfum hvatningu bæði til að vernda þá og gefa þeim valkosti svo þeir fái greiðslur í staðinn fyrir það sem þeir fengu sem bardagamenn Talíbana,“ sagði Hillary Clinton.
Bandaríski utanríkisráðherrann lét þessi orð falla um leið og Bandaríkin eru að senda 30.000 hermenn til viðbótar til Afghanistan til að brjóta á bak aftur uppreisnina og reyna að sannfæra Talíbana um ágæti þess að setjast að samningaborði. Það krefðist þess að þeir slitu tengsl sín við al-Qaeda.