Biður Alcoa að loka ekki

Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu biður Alcoa að loka ekki álverum …
Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu biður Alcoa að loka ekki álverum á Ítalíu. Reuters

Sil­vio Berlusconi, for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu, bað í dag Klein­feld for­stjóra Alcoa álris­ans að loka ekki ál­ver­um fyr­ir­tæk­is­ins á Ítal­íu. Hann fór fram á að ákvörðun um framtíð ál­ver­anna verði ekki tek­in fyrr en fram­kvæmda­stjórn ESB hef­ur lagt mat á aðgerðir stjórn­valda til að lækka orku­verð.

Í yf­ir­lýs­ingu skrif­stofu ít­alska for­sæt­is­ráðherr­ans seg­ir að  þetta mat verði gert í fe­brú­ar. Berlusconi mun hafa minnt Klein­feld for­stjóra Alcoa á að al­var­legt fé­lags­legt vanda­mál geti leitt af lok­un ál­vera á landsvæðum sem eigi und­ir högg að sækja. Ákvörðun um lok­un geti einnig haft áhrif á sam­skipti ít­ölsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar og Alcoa.

Bréf Berluscon­is var sent í sama mund og um 300 starfs­menn Alcoa tóku yfir flug­völl­inn  í Calig­ari á Sar­din­íu og lokuðu hon­um. Í fyrra skipaði Evr­ópu­sam­bandið Alcoa að end­ur­greiða Ítal­íu rík­is­styrki upp á 300 til 400 millj­ón­ir banda­ríkja­dala. Þá hafði fyr­ir­tækið fengið frá ár­inu 2006 í mynd niður­greidds raf­magns til tveggja ál­vera Alcoa.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert