Líkamsskannar á Kastrup

Kastrup.
Kastrup. mbl.is/GSH

Flugfarþegar sem eiga leið um Kastrup-flugvöll í sumar munu væntanlega þurfa að fara í gegnum sérstakan líkamsskanna við öryggisleit. Samgönguyfirvöld hafa gefið Kastrup grænt ljós á að nota tækið. Lars Barfoed, samgönguráðherra Danmerkur, býst við að tækið verði tekið í notkun eftir um hálft ár.

„Mér finnst mjög jákvætt að flugvöllurinn hafi stigið þetta skref, sem mun útvega, bæði flugvellinum og yfirvöldum, mikilvægar upplýsingar hvað varðar þessa nýju tækni og upplifun farþega gagnvart líkamsskönnum,“ segir Barfoed.

Um tilraun er að ræða enda þykir tækið umdeilt. Það lýsir í gegnum fatnað fólks og sýnir hvort það sé með eitthvað innanklæða, t.d. vopn eða sprengiefni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert