Neitar að hafa gert leynilegt samkomulag

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, neitar því að hafa komist að leynilegu samkomulagi um að gera innrás í Írak með George W. Bush, fyrrum Bandaríkjaforseta, á einkafundi þeirra sem fram fór á búgarði Bush árið 2002.

Blair, sem svarar nú spurningum rannsóknarnefndar varðandi Íraksstríðið, segist hafa verið hreinskilinn varðandi það sem leiðtogarnir hafi rætt um, þ.e. að ógn hefði stafað af Saddam Hussein og taka yrði á þeirri ógn, með opnum hætti. Frá þessu er greint á fréttavef breska ríkisútvarpsins.

Hann segist hafa sagt við Bush: „Við þurfum að takast á við gjöreyðingarvopnin hans og ef það þýðir breytt stjórnarfyrirkomulag þá verður svo að vera.“

Aðrir sem rannsóknarnefndin hefur rætt við hafa gefið í skyn að Blair hafi tjáð Bush á fundinum, sem fram fór í apríl 2002, að Bretar myndu taka þátt innrás Bandaríkjamanna í Írak.

Tony Blair sést á þessari sjónvarpsmynd frá Reuters svara spurningum …
Tony Blair sést á þessari sjónvarpsmynd frá Reuters svara spurningum rannsóknarnefndarinnar. Reuters
Mótmælendur hafa safnast saman þar sem Blair er yfirheyrður. Þeir …
Mótmælendur hafa safnast saman þar sem Blair er yfirheyrður. Þeir saka Blair um að ljúga að þjóðinni og þá saka þeir hann um stríðsglæpi. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert