Skuldir ríkja stærsti vandinn

Dominique Strauss-Kahn framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Dominique Strauss-Kahn framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Reuters

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), sagði á fundinum í Davos í morgun að skuldir ríkissjóða verði „stærsta vandamál“ efnahagslífs heimsins á komandi árum. Sum ríki muni þurfa allt að sjö ár til að koma skikki á fjárhag sinn.

„Vandamál varðandi efnahagslega sjálfbærni verður eitt það stærsta, ef ekki stærsta vandamálið á komandi... mörgum árum,“ sagði Strauss-Kahn á efnahagsráðstefnunni í Davos.

„Við munum þurfa að takast á við þetta í fimm, sex og jafnvel sjö ár, það fer eftir löndum,“ sagði Strauss-Kahn.

Áhyggjur vegna skuldavanda Grikkja hafa hvílt á fundarmönnum í Davos. George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, hefur reynt að sannfæra menn og markaði um að land hans muni grípa til aðgerða til að sigrast á skuldakreppunni.

Mörg önnur þróuð lönd glíma við mikinn fjárlagahalla eftir að hafa dælt gríðarmiklum peningum í að örva hagkerfið í fjármálakreppunni sem gengið hefur yfir heiminn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert