Umferðaröngþveiti í Þýskalandi

Samgöngur hafa farið úr skorðum á meginlandi Evrópu í dag …
Samgöngur hafa farið úr skorðum á meginlandi Evrópu í dag vegna snjókomu. Þessi mynd var tekin í Búdapest. Reuters

Mikil snjókoma og bylur hafa valdið umferðaröngþveiti víða í Þýskalandi í dag. Að minnsta kosti þrír létu lífið í umferðarslysum og um 300 umferðaróhöpp voru skráð í gærkvöldi og morgun í Nordrhein-Westfalen þar sem borginar Köln og Düsseldorf eru. 

Almenningssamgöngur liggja niðri á nokkrum svæðum og lögregla hefur ráðlagt fólki að vera ekki á ferð. Þá hefur óveðrið haft áhrif á flugsamgöngur. 

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka