Grátbiðja um hjálp

Chandler hjónin voru í hnattsiglingu á seglbátnum Lynn Rival þegar …
Chandler hjónin voru í hnattsiglingu á seglbátnum Lynn Rival þegar þeim var rænt 23. október 2009.

Bresku hjónin Paul og Rachel Chandler eru enn i haldi sómalískra sjóræningja. Þeim og seglskútu þeirra, Lynn Rival, var rænt 23. október 2009. Læknir fékk að vitja hjónanna á fimmtudaginn var. Þau kváðust bæði vera veik og sárbændu um aðstoð til að losna úr prísundinni.

Rachel Chandler sagði að það væri farið illa með þau. Þau hafa verið aðskilin og ekki í haldi í sömu búðum sjóræningjanna og oft flutt á milli búða sem eru á ýmsum stöðum í Sómalíu, að sögn fréttavefjar The Telegraph.

Mohamed Helmi Hangul læknir sagði að Rachel Chandler væri við bága heilsu. Hún sé veik, mjög kvíðin og þjáist af svefnleysi auk þess sem hún virðist vera ráðvillt. 

Annað hjónanna var í sjávarþorpinu Elhur og hitt i þorpinu Amara sem er lengra inni í landinu. Sjóræningjar vopnaðir hríðskotarifflum gæta þeirra.  Paul Chandler var sagður vera við skárri heilsu en kona hans. Hann viðurkenndi að aðskilnaðurinn við hana væri honum þungbær.

Læknirinn sagði að Paul Chandler hefði haft slæman hósta og virst hafa sótthita.

Hann sárbændi um hjálp. Hann sagði að þau væru barnlaus og ættu ekki neinn nákominn til að hjálpa þeim. Þeim hafi verið haldið föngnum í 98 daga við slæmar aðstæður. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert