Hörkuvetur í Danmörku

Það er kafsnjór í Sønderborg syðst í Danmörku.
Það er kafsnjór í Sønderborg syðst í Danmörku. Sigursteinn Sævarsson

Dan­ir búa sig und­ir stór­hríð á morg­un og spá­ir danska veður­stof­an mjög slæmu veðri. Varað er við fljúg­andi hálku á veg­um. Reiknað er með að kuldakastið í Dan­mörku standi a.m.k. 10-12 næstu daga, að sögn Berl­ingske Tidende. 

„Ég tók tali Dani í morg­un sem muna ekki ann­an eins snjó síðan 1978,“ sagði Sig­ur­steinn Sæv­ars­son flug­virki sem býr í Sønd­er­borg á eynni Als, syðst í Dan­mörku ná­lægt landa­mær­un­um við Þýska­land. 

Sig­ur­steinn sagði Dan­ina held­ur ekki muna eft­ir að snjór hafi verið jafn lengi yfir og nú. Hann sagði að í Sønd­er­borg hafi byrjað að snjóa um miðjan des­em­ber og ekki tekið upp síðan. 

Skól­ar eru meira og minna lokaðir vegna ófærðar­inn­ar. Það á einkum við um fram­halds­skóla þar sem nem­end­ur koma um lang­an veg í skól­ann. Bíl­ar eru víða fast­ir og her­inn hef­ur verið kallaður út til að bjarga fólki.

Nýliðinn janú­ar var sá kald­asti í 23 ár að sögn dönsku veður­stof­unn­ar (DMI). Í frétt henn­ar kem­ur m.a. fram að meðal­hit­inn hafi verið -3,2°C. Meðal­hiti í janú­ar á ára­bil­inu 1961-1990 er 0,0°C. Meðal­hit­inn í janú­ar 1987 var -4,7°C eða 1,5°C lægri en nú. 

Janú­ar 2010 var ásamt bróður sín­um árið 1891 12. kald­asti mánuður frá því mæl­ing­ar hóf­ust í allri Dan­mörku árið 1874. Kald­asti janú­ar frá upp­hafi mæl­inga var 1942 þegar frostið var að meðaltali -6,6°C. Nú var frost alla daga janú­ar en að meðaltali mæl­ist frost 19 sól­ar­hringa í janú­ar í Dan­mörku.

Dan­mörk er snævi hul­in víðast hvar þessa dag­ana og er fann­fergið óvenju mikið. Í dag var lognið á und­an storm­in­um þótt snjóað hafi í Suður-Jótlandi, á Suður-Fjóni, Lálandi-Fal­ster og Suður-Sjálandi. 

Bú­ist er við að hann bresti á með stór­hríð í Suður-Jótlandi þegar í fyrra­málið. Fólk er varað við að vera á ferli að óþörfu. Björg­un­ar­fé­lög og dönsku járn­braut­irn­ar eru þegar búin að setja sig í stell­ing­ar vegna óveðurs­ins.

Danska veður­stof­an spá­ir frosti og vetr­ar­veðri næstu 10-12 daga. Þá herma frétt­ir að Dan­ir kaupi nú vetr­ar­dekk und­ir bíla sína í stór­um stíl.

Snjórinn hefur hamlað umferð í Sønderborg og víðar.
Snjór­inn hef­ur hamlað um­ferð í Sønd­er­borg og víðar. Sig­ur­steinn Sæv­ars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert