Kynlífsbindindisfræðsla virkar

Táningar á Venice ströndinni í Los Angeles.
Táningar á Venice ströndinni í Los Angeles. Retuers

Nýbirt rann­sókn sýn­ir að áhersla á kyn­lífs­bind­indi í kyn­fræðslu barna hef­ur þau áhrif að merkj­an­leg­ur hluti þeirra dreg­ur að hefja kyn­líf. Þetta gæti reynst lóð á vog­ar­skál­ar í þeirri viðleitni að forða ung­menn­um frá ótíma­bær­um þung­un­um og kyn­sjúk­dóm­um.

Niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar voru kynnt­ar í dag, að sögn Washingt­on Post. Sagt er að þessi rann­sókn sé fyrsta rann­sókn­in sem er vand­lega sniðin til að meta um­deilda nálg­un kyn­fræðslu.

Rann­sak­end­ur komust að því að ein­ung­is um þriðjung­ur nem­enda í 6. og 7. bekkj­um banda­rískra skóla þar sem áhersla var lögð á bind­ind­is­semi hóf að lifa kyn­lífi á næstu tveim­ur árum.

Öðru máli gegndi um nem­end­ur sem komu úr bekkj­um þar sem ekki var lögð áhersla á bind­ind­is­semi, þótt kennt væri um getnaðar­varn­ir. Nærri helm­ing­ur þeirra fór að lifa kyn­lífi á næstu tveim­ur árum.

„Ég tel að við höf­um af­skrifað kennslu með áherslu á bind­indi án þess að gaum­gæfa eðli vís­bend­ing­anna,“ sagði John B. Jemmott III, pró­fess­or við Uni­versity of Penn­sylvania, sem stýrði rann­sókn­inni. Hún var kostuð af op­in­beru fé. „Rann­sókn okk­ar sýn­ir að þetta gæti verið nálg­un sem hægt væri að nota.“

Niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar birt­ust í Archi­ves of Pedi­at­ric & Ado­lescent Medic­ine. Þær birt­ast á meðan deilt er um hvernig hægt sé að draga úr kyn­lífi, þung­un­um, fæðing­um og út­breiðslu kyn­sjúk­dóma á meðal barna og ung­linga.

Það dró úr þung­un­um og út­breiðslu kyn­sjúk­dóma meðal banda­rískra tán­inga í meira en ára­tug en tíðni þeirra er aft­ur far­in að aukast. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert