Fækkun kjarnorkuvopna í augsýn

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, greindi frá því 22. janúar s.l. …
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, greindi frá því 22. janúar s.l. að viðræður við Bandaríkin um mikla fækkun kjarnorkuvopna hæfust á ný snemma í febrúar. Reuters

Bandarísk og rússnesk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um að fækka mjög kjarnorkuvopnum í sinni eigu, að því er dagblaðið Wall Street Journal greindi frá í dag.

Þar segir að samningamenn landanna tveggja um afvopnunarmál  hafi náð „samkomulagi í meginatriðum“ um fyrsta sáttmálann um fækkun kjarnorkuvopna í nærri tvo áratugi. Wall Street Journal hafði þetta eftir embættismönnum í stjórnsýslunni og vopnaeftirliti.

Samningurinn mun kveða á um að virkum kjarnorkuvopnum verði fækkað úr 2.200 eins og stefnt var að 1991 í 1.500 til 1.675 vopn. Þá verði flutningsförum fyrir kjarnorkuvopn fækkað í 700 - 800 hjá hvorri þjóð um sig. 

Gordon Duguid, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, vildi ekki staðfesta fréttina. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert