Ófærð í Danmörku vegna skafrennings

Óvenju snjóþungt er nú í Danmörku.
Óvenju snjóþungt er nú í Danmörku. Sigursteinn Sævarsson

Um­ferð bíla hef­ur gengið erfiðlega víða í Dan­mörku í morg­un vegna skafrenn­ings. Loka hef­ur þurft mörg­um skól­um, stofn­un­um og fyr­ir­tækj­um vegna slæmr­ar færðar, að sögn frétta­vefjar danska rík­is­út­varps­ins.

Bílaum­ferðin hef­ur víða verið mjög hæg og marg­ir bíl­ar eru fast­ir í sköfl­um. Gler­hált er á göt­um og á mörg­um stöðum hafa veg­ir lokast.

„Marg­ir bíl­stjór­ar komust ein­fald­lega ekki út úr bíl­un­um vegna þess að þeir voru fast­ir í svo stór­um snjósköfl­um að þeir gátu ekki opnað dyrn­ar,“ hafði frétta­vef­ur Politiken eft­ir björg­un­ar­manni. Björg­un­ar­sveit­ir þurftu í fjór­um til­vik­um að leita eft­ir aðstoð lög­reglu við að kom­ast að bíl­um sem fest­ust í sköfl­um.

Lög­regl­an í nokkr­um bæj­um, meðal ann­ars Skive, Thisted og Morsø, hef­ur varað fólk við því að nota bíla nema brýna nauðsyn beri til.

Lest­um hef­ur víða seinkað vegna skafrennn­ings, meðal ann­ars frá Árós­um og norðan við borg­ina. Stræt­is­vögn­um og skóla­bíl­um hef­ur einnig seinkað vegna ófærðar, að sögn frétta­vefjar danska rík­is­út­varps­ins.

Marg­ir bíl­ar fest­ust einnig í suður­hluta Svíþjóðar vegna fann­ferg­is í gær en ástandið á veg­un­um þar er betra núna, að sögn frétta­vefjar Dagens Nyheter. Spáð er þó áfram­hald­andi snjó­komu á svæðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert